Lærðu meira um húðumhirðurútínuna
Kynntu þér réttu skrefin í húðumhirðunni þinni og finndu þær vörur sem henta þér best.

1. SKREF
HREINSUN
Það er alltaf mjög mikilvægt að byrja húðumhirðuna með góðri og vandlegri hreinsun. Byrjaðu á að fjarlægja farða – til þess geturðu notað hreinsivörur eins og hreinsifroðu, hreinsiolíu eða hreinsimjólk. Ef þú átt það ekki við höndina, virkar kókosolía eða extra virgin ólífuolía líka vel.
En að fjarlægja farða eitt og sér dugar oft ekki – því næst þarftu að hreinsa húðina almennilega til að losa hana við djúpar óhreinindi.
Þú getur notað froður, gel, olíur eða aðrar húðhreinsivörur. Mikilvægt er að velja vöru sem hentar þinni húðgerð – þannig tryggirðu að hreinsunin styðji við heilbrigði og jafnvægi húðarinnar.
Cleanser.Hreinsir
2. SKREF
Maski
Eftir að þú hefur hreinsað húðina vel, þarf hún á næringu og endurnýjun að halda.
það sem hentar best er maskar (e. wash-off masks) eða Maski. Þeir gefa húðinni næringarefni og raka, og hjálpa henni að endurheimta jafnvægi.
Berðu maskann á hreina húð og leyfðu honum að vinna í nokkrar mínútur (lestu leiðbeiningar á hverri vöru fyrir nákvæma tímalengd). Skolaðu svo vandlega með volgu vatni.

Hreinsi maski

3. SKREF
TONER –ANDLITSVATN
AÐ UNDIRBÚA OG JAFNA
Andlitsvatn hjálpar til við að jafna húðina eftir hreinsun og endurheimta náttúrulegt rakajafnvægi hennar. En það gerir oft mun meira en það.
Ef það inniheldur mildar sýrur (eins og AHA eða BHA), getur það fjarlægt dauðar húðfrumur, bætt áferð og lýsingu húðarinnar, og hjálpað til við að koma húðinni í jafnvægi.
Andlitsvatn undirbýr húðina svo hún geti tekið betur við serumum, rakakremum og öðrum meðferðarvörum, þannig að áhrifin af þeim verða meiri og dýpri.
Rétt andlitsvatn getur verið lykilatriði í því að ná fram fallegri, sléttri og heilbrigðri húð.
Toner,Anlitsvatn
4. SKREF
MARKVISS MEÐFERÐ
AMPÚLUR & SERUM
Þegar húðin hefur verið vel hreinsuð og undirbúin með andlitsvatni, er hún tilbúin fyrir virku meðferðarskrefin – þar sem þú berð á hana öflugustu formúlurnar.
Þetta eru léttar en kröftugar vörur eins og ampúlur og serum, sem innihalda háan styrk virkra efna og vinna markvisst á þínum húðvandamálum – eins og þurrki, litamismun, bólum eða fínum línum.
Notaðu aðeins nokkra dropa – og láttu húðina drekka næringuna inn.

Serum

5. SKREF
Raki & Næring
Í þessu skrefi er okkar meginmarkmið að veita húðinni djúpa og áhrifaríka rakagjöf. Oft notum við rakakrem, en ef (leave-on) og maskar með virk efni eru jafnan jafn góðir kostir.
Mismunur er á hreinsimaska- (úr skrefi 2) og Raka og næringamaskanum er sá að Raka og næringa maskinn er ekki skolaður af. Hann á að komast eins djúpt og mögulegt er inn í húðlögin og læsa rakanum þar til húðin er silkimjúk og nært.
Anlitskrem
Hreinsi maski
Kærleikur & sjálfsást
Falleg húð byrjar ekki bara á yfirborðinu – hún byrjar djúpt innan frá.
Gefðu húðinni tíma, mildi og góð efni.
Drekktu nóg vatn – það er einfaldasti og besti rakagjafinn.
Nærðu þig innan frá með góðum vítamínum eins og C-vítamíni, Omega-3 og sinki.
Hvíldu þig, hlæðu og leyfðu líkamanum að endurnýja sig.
Það sem þú gefur húðinni – og sjálfri þér – í dag, mun skína til baka á morgun.
Vertu mjúk við sjálfa þig – og húðin mun þakka þér fyrir það.